Félag frönskukennara á Íslandi
L'Association des Professeurs de Français en Islande
  • Heim
  • Um FFÍ
  • Notre association
  • Frönskukeppnin
  • Námskeið
  • Myndir
  • Histoire
  • Tenglar
  • Fundargerðir
  • l'Association des professeurs de français en Islande

Sumarnámskeið STÍL 2013 og vinnustofa FFÍ


Á ári hverju halda Samtök tungumálakennara á Íslandi sumarnámskeið sem skírskotar til tungumálakennara af öllum skólastigum og í öllum tungumálum. Efni á sumarnámskeiði komandi sumars er Námsmat í ljósi nýrrar aðalnámskrár um að aðlaga námsmat í tungumálum Evrópurammanum (CEFR-rammanum).  Ný  námskrá í erlendum tungumálum á fræðilegan grunn í Evrópurammanum og því verður auðvelt að aðlaga námsmatsaðferðir sem henta Evrópurammanum hæfniviðmiðum í nýrri námskrá.

Í nýrri námskrá er lögð áhersla á samfellu í kennslu og námsmati á öllum tungumálum og skólastigum.  Þátttakendur á námsstefnunni eru því  fulltrúar aðildarfélaga STÍL á grunn- og framhaldsskólastigi, ásamt kennurum við deild erlendra tungumála við Háskóla Íslands.

Sumarnámskeiðið verður með öðru sniði árið 2013 en verið hefur.

  1. Haldið verður 30 – 35 manna 3ja daga námsstefna (seminar) ágúst 2013 með þátttakendum úr grunnskólum og framhaldsskólum sem aðildarfélögin hafa valið og fulltrúar allra tungumála úr hópi háskólakennara.
  2. Þátttakendur á námsstefnunni munu síðan stýra vinnustofum hver í sínu félagi þar sem unnið verður með efnið.
    1. Í vinnustofunum fagfélaganna verða útbúnar frumgerðir (prototypes) af prófum til að staðsetja hæfni nemenda miðað við Evrópurammann (A1 – B2) og þ.a.l. hæfniviðmið námskrár í erlendum tungumálum.
    2. Þessi próf verða síðan sendar til vottunar (validation) til sérfræðinga Evrópska nýmálasetursins í Graz.
    3. Þau próf sem fá vottun verða birt á heimasíðu Nýmálasetursins og heimsíðu STÍL og kennurum er frjálst að nota þau sem fyrirmyndir við prófagerð.
Samstarfsaðilar STÍL um námskeiðið eru SEF-samstarfsnefnd um endurmenntun grunnskólakennara, Kennarasamband Ísland og Evrópska Nýmálasetrið í Graz (European Centre for Modern Languages http://www.ecml.at/). ECML mun leggja námskeiðinu til sérfræðinga Nýmálasetursins í námsmati.

FFÍ heldur vinnustofu fyrir félagsmenn þ. 21. september n.k. kl. 9 - 17 þar sem við munum spreyta okkur í prófagerð. Afrakstur þessarar vinnustofu verður svo sendur til ECML til vottunar.


Námskeið í Frakklandi:

Á vefsíðunni hér að neðan er hægt að finna upplýsingar um aðila sem bjóða upp á námskeið fyrir bæði frönskunemendur og kennara:
www.fle.fr

Picture



Méditerranez-vous býður einum íslenskum frönskukennara á námskeið næsta sumar. Í pdf skjalinu hér að neðan eru nánari upplýsingar og ef þið smellið á lógóið hér að ofan farið þið inn á heimasíðu Méditerranez-vous. Vinsamlegast hafið samband við stjórnina ef þið hafið áhuga á því að nýta ykkur þetta boð.


mditerranez-vous.pdf
File Size: 223 kb
File Type: pdf
Télécharger le fichier

Proudly powered by Weebly