Félag frönskukennara á Íslandi
L'Association des Professeurs de Français en Islande
  • Heim
  • Um FFÍ
  • Notre association
  • Frönskukeppnin
  • Námskeið
  • Myndir
  • Histoire
  • Tenglar
  • Fundargerðir
  • l'Association des professeurs de français en Islande

Um FFÍ:

  FFÍ var stofnað 6. mars 1974. Starfsemi félagsins felst m.a. í :
  • Að efla fagvitund frönskukennara og stuðla að faglegri umræðu meðal þeirra.
  • Að vinna að framgangi frönskukennslu í íslenskum skólum.
  • Að efla samstarf frönskukennara og gæta hagsmuna þeirra.
  • Að leita eftir styrkjum handa frönskukennurum til náms og endurmenntunar innan lands og utan.
  • Að hafa forgöngu um námskeið, innanlands sem utan, fyrir félaga.
  • Að standa árlega fyrir einhvers konar uppákomu frönskunemenda, s.s. ljóða- eða ritgerðarsamkeppni.
  • Að efla samstarf við franska ríkið og franskar menningarstofnanir.
  • Að koma á og viðhalda tengslum við önnur samtök tungumálakennara á Íslandi og erlendis.
  • Að leita samstarfs við innlenda og erlenda bókaútgefendur, námsefnishöfunda og aðra aðila um kennsluefni og kennslutæki.

Stjórn FFÍ:

Margrét Helga Hjartardóttir, formaður: mhh@kvenno.is   
Eva Leplat Sigurðsson, ritari: eva@bhs.is
Emmenuelle Solveig Simha, gjaldkeri: solveigsimha@gmail.com
Ásrún Lára Jóhannsdóttir, meðstjórnandi: asrun@mh.is
Fulltrúi í stjórn STÍL: Sigrún Halla Halldórsdóttir
Endurskoðandi reikninga: Gérard Lemarquis

Nos amis:

STÍL
Alliance Française
Ambassade de France en Islande
Fédération Internationale des professeurs de français
Fédération Internationale des professeurs de langues vivantes
ECML

 

Lög Félags frönskukennara á Íslandi

1. gr.
Nafn félagsins er Félag frönskukennara á Íslandi, skammstafað FFÍ og APFI (Association des Professeurs de Français en Islande). Aðsetur þess er í Reykjavík.

2. gr.
Markmið og hlutverk félagsins er:
Að efla fagvitund frönskukennara og stuðla að faglegri umræðu meðal þeirra.
  1. Að vinna að framgangi frönskukennslu í íslenskum skólum.
  2. Að efla samstarf frönskukennara og gæta hagsmuna þeirra.
  3. Að leita eftir styrkjum handa frönskukennurum til náms og endurmenntunar innan lands og utan.
  4. Að hafa forgöngu um námskeið, innanlands sem utan, fyrir félaga.
  5. Að standa árlega fyrir einhvers konar uppákomu frönskunemenda, s.s. ljóða- eða ritgerðarsamkeppni.
  6. Að efla samstarf við franska ríkið og franskar menningarstofnanir.
  7. Að koma á og viðhalda tengslum við önnur samtök tungumálakennara á Íslandi og erlendis.
  8. Að leita samstarfs við innlenda og erlenda bókaútgefendur, námsefnishöfunda og aðra aðila um kennsluefni og kennslutæki.
3. gr.
Öllum starfandi frönskukennurum og þeim sem hafa kennsluréttindi í frönsku er heimil innganga í félagið. Um þetta efni þarf samþykki félagsstjórnar en aðalfundur sker úr um vafaatriði.

4. gr.
Stjórn félagsins skipa 4 einstaklingar: formaður, ritari, gjaldkeri og einn meðstjórnandi. Skulu þeir kosnir á aðalfundi til eins árs í senn. Formaður skal kosinn í sérstakri kosningu og til tveggja ára með heimild til endurkjörs og þá til eins árs í senn. Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skulu stjórnarmenn skipta með sér verkum. Ennfremur skal kosinn einn endurskoðandi félagsreikninga. Enginn má sitja lengur í stjórn, í senn, en 7 ár.

5. gr.
Aðalfund skal halda í byrjun hvers árs, þó eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Aðalfund skal boða með minnst viku fyrirvara og telst hann þá löglegur. Kosningarétt og kjörgengi hafa allir sem greitt hafa félagsgjöld.
Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla formanns.
  2. Skýrsla gjaldkera.
  3. Lagabreytingar.
  4. Kosning formanns, annarra stjórnarmanna, fulltrúa í STÍL og endurskoðanda.
  5. Félagsgjöld ákveðin.
  6. Önnur mál.
6. gr.
Reikningsár félagsins miðast við almanaksárið.

7. gr.
Breytingar á lögum félagsins má aðeins gera á aðalfundi. Breytingartillögur skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en 15. desember og skulu breytingartillögur fylgja fundarboði ef bera á þær upp. Einfaldan meirihluta greiddra atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar.

8. gr.
Við starfslok geta frönskukennarar orðið ævi- eða heiðursfélagar eftir nánari reglum sem stjórnin setur.
Ævi- og heiðursfélagar eru fullgildir félagar sem er frjálst að taka þátt í öllum störfum félagsins og hafa fullan atkvæðisrétt, en greiða þó eigi árgjöld félagsins.


Lögin þannig samþykkt á aðalfundi 8. mars 2013.

Proudly powered by Weebly